… að vera sóknarprestur í Skálholtsprestakalli til 1. ágúst 2024

Ég er þá orðinn sóknarprestur í Skálholtsprestakalli og vildi láta ykkur, sem lesa, vita af því. Biskup Íslands ákvað að við sr. Dagur Fannar skyldum skipta á starfi frá 1. október 2023 til 1. ágúst 2024.

Sóknarbörn Skálholtsprestakalls geta því leitað til mín um þjónustu eða viðtöl þessa mánuði sem framundan eru. Sími minn er 856 1574 og yfirleitt aðgengilegur og svara eða hringi fljótt til baka. Netfang mitt er axel.arnason@kirkjan.is. Skrifstofa mín er í prestsbústaðnum í Skálholti sem og heima í Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi sem er í 26 km fjarlægð frá Skálholti.

Messað er í Skálholtsdómkirkju alla sunnudaga kl. 11. Messur á útkirkjunum verða með reglubundnum hætti en tilkynnt eitthvað síðar.

Barnastarf er annan hvern laugardag í Skálholtsdómkirkju í umsjón Bergþóru Ragnarsdóttur, djáknakandídats kl. 11.