Bréf til þeirra sem kjósa vígslubiskup

Ég hef sent stuttan texta til hluta þeirra kjörmanna sem kjósa vígslubiskup og bæti því hér við svo fleiri sjái sem mega kjósa.
Ég, ásamt konu minni, var á förum í pílagrímagöngu á Spáni snemma morguns þess 27. september sama dag og kynningarfundur átti að vera í Háteigskirkju. Ekki var hægt að verða við þeirri beðni að flýta eða flytja þennan kynningarfund. Ég reiknaði með að sýna myndband sem ég hafði útbúið í stað kynningar. Hins vegar greip forsjónin inn í. Einn farþegi í breiðþotu WOW varð svo veikur að flugvélinni var snúið aftur til Keflavíkur eftir klukkustunda flug. Þar með féll öll plön síðar um daginn með flug frá París og gisting á Spáni. Við fórum því frá borði í Keflavík og töldum okkur betur stödd í Reykjavík en í París. Því gat ég mætt í Háteigskirkju en myndbandið er hér og geymir svar við þeim spurningum sem lagðar voru fyrir.
Bréf til AxelTilKjörmanna

Þessi færsla var birt undir Vígslubiskupskjör. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *