Að tilnefna á ný til víglsubiskupskjörs í Skálholti

Ný sýn til Vörðufells úr dómkirkjunni í Skálholti

Ný sýn til Vörðufells úr dómkirkjunni í Skálholti

Á fundi kjörstjórnar þjóðkirkjunnar 11. desember 2017 var tekin ákvörðun um að ógilda bæði tilnefninguna sem fram fór í ágúst sl. og kosninguna sem fram fór í haust.  Formaður kjörstjórnar fór á fund kirkjuráðs 12. desember 2017  og kynnti niðurstöðu kjörstjórnar fyrir kirkjuráði og lagði til nýja dagsetningu varðandi kosninguna, sem kirkjuráð samþykkti. 

 
Því liggur fyrir að kjörskrá verður lögð fram 19. janúar 2018.
Tilnefning hefst á hádegi 2. febrúar 2018 og lýkur á hádegi 7. febrúar 2018. Þá mun liggja fyrir, þau þrjú nöfn sem kjósa skal um, en útsending kjörgagna verður 9. mars 2018 og síðasti skiladagur verður 21. mars 2018. Atkvæði verða talin miðvikudaginn 28. mars 2018.
 
Ég ætla að sækjast eftir tilnefningu presta og djákna og síðan í kjölfarið að leita eftir stuðningi amk 500 kjörmanna svo ekki þurfi að kjósa á ný. Tilnefning er ekki vís og því þá síður kjörið. Enn á ný gefst tækfæri til að tilnefna og síðan kjósa á ný.
 

Og fólkið spyr kannski af hverju þetta þarf að fara allt í gagn á ný. Ástæðan er einföld. Kjörnefndarmann voru víða ekki kosnir skv. starfsreglum um kosningu biskups og vígslubiskupa og því ónýttist allt en úr því þarf að bæta fyrir 12. janúar 2018.

-sjá bókun kjörstjórnar

 
 
 
 
Þessi færsla var birt undir Vígslubiskupskjör. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *