Tilnefning til kjörs vígslubiskups í Skálholti 2. febrúar til 7. febrúar 2018

Enn á ný spyr ég þau sem fá að tilnefna til kjörs vígslubiskups í Skálholti hvort þau vilja tilnefna mig, prestinn Axel Árnason Njarðvík.

Síðast fékk ég 35 atkvæði sem dugði inn í fyrri umferð kosningarinnar, sem fór þannig að ég fékk 95 atkvæði.
Ég beitti mér ekki mikið og hafði mig ekki í frammi vegna þess að ég vildi að kjósendur leiddu hug sinn í bæn og reyndu þannig að kjósa með farsælum hætti. Ég lét engin orð falla um hina sem valið stóð um. Ég stuðlaði ekki að neinu, til að véla fólk til fylgis.
95 atkvæðin minntu mig þegar á siðbót Lúthers. Ef ég fæ nægilegar tilnefningar í þetta skiptið, þá þarf ég á hjálp að halda til að finna fleiri atkvæði, til að verða valinn til að verða vígslubiskup.

Og af hverju mig? Því taldi ég erfitt að svara fyrr svo vel væri. En framgöngu á kynningarfundum er hægt að rifja upp og skoða hér á vefsíðunni.
Ég reyndi að vera hreinn og klár í því sem sagt var og ekki endilega það sem ljúft lét í eyra. Ég birti skoðanir og sjónarmið. Ég talaði til framtíðar, um ógnir og tækifæri sem biðju þjóðkirkjunnar.
Enn finnst mér Drottinn kalla á mig til að sækja í Skálholt. Mér fannst því merkilegt að heyra patríarkan Bartholomew 1 í Biskupsgarði föstudagskvöldið 13. október 2017 segja við mig, eftir að ég settist óvart andspænis honum og ræðismaður Grikklands hafði kynnti mig- þú verður næsti biskup í Skálholti- ég sé það í augunum þínu. Og svo bauð hann mér með sér heim í Skálholt laugardaginn eftir á sama tíma og talin voru atkvæði. Síðar þennan sama dag leit ekki beint út fyrir að skynjun patriarkans gengi eftir.

Það var einnig einkennileg atburðarrás að á sunnudeginum 14. október 2017 fékk ég boð um að ég rynni inn á Kirkjuþing og tók sæti í löggjafarnefnd.

Þó held ég að forsjónin hafi fastast tekið í taumana er ljóst var að endurtaka þurfti allt ferlið. Því er tengingunum nú aftur kastað.

Viltu hjálpa mér að komast í Skálholt?
Viltu hjálpa mér að hafa samband við kjörmenn og tala máli mínu?
Viltu koma, .. vér skulum endurreisa múra Jerúsalem, … -Neh. 2. 17.

Þessi færsla var birt undir Vígslubiskupskjör. Bókamerkja beinan tengil.