Gleði talnanna

Mér fannst það ánægjulegt að fá fleiri atkvæði út úr vígslubiskupstilefningunni nú en síðast. Það er eins og að vindurinn sé farinn að blása öðru vísi nú en áður og ég held að hann á eigi eftir að blása meira.
Nú þarf að fara að hafa upp á kjörmönnum prestakallanna og kynna fyrir þeim það sem hvílir í mér. Nú eða vakir í mér.
Það var fróðlegt að veita því athygli hvernig hinir tveir kynntu sig á kynningarfundunum í september. Það má allt sjá á netinu. Það er líka umhugsunarefni hvernig fer í þessari umferð sem hefst 9. mars í póstkosningu og sjá hvort fleiri láta sig þetta kjör varða og eins það hvort atkvæðin leggjast á sveif með Urði, Verðandi eða Skuld.
 
Þessi færsla var birt undir Vígslubiskupskjör. Bókamerkja beinan tengil.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *