Á meðan beðið er – hvað hefur kynningin kostað?

Ég vildi birta hér kostnaðarliði sem hafa fallið til vegna kynningar í þessu síðara ferli sem kosning til vígslubiskups er og áður en úrslitin verða ljós.

180.000 kr – vegna kynningarbréfs til 933 kjörmanna, pappír, póstur og prentun,
200 km eknir,
ekkert aðkeypt.

Í fyrra skiptið féll til árið 2017:
80.000 kr vegna upptöku á kynningarfundi í Borgarfirði.
1.050 km eknir,
ekkert aðkeypt.

Beinn annar kostnaður hefur ekki fallið til, en lénið og hýsing þess er á eigin vegum.

Hengdur upp á snúru

Hengdur upp á snúru

Þessi færsla var birt undir Vígslubiskupskjör. Bókamerkja beinan tengil.