Um mig og mína

Ég er fæddur þriðjudaginn 2. maí 1961 sem þriðja barn hjónanna Ingibjargar Axelsdóttur og Árna Byrons Péturssonar. Þau hafa búið á heima á Hjarðarhaga síðan 1955 og búa þar enn í elli sinni.

Mamma vann í tæpa hálfa öld hjá Íslenskri endurtryggingu og pabbi hjá Flugleiðum í aðra tæpa hálfa öld.

Árni bróðir er 9 árum eldri og vinnur hjá Advania og Stefanía Anna systir 2 árum eldri og vinnur á barnaheimilinu Hagaborg.

Axel, Stefanía Anna og Árni

Konan mín er Sigþrúður Jónsdóttir frá Eystra-Geldingholti, í Gnúpverjahreppi. Hún er sérfræðingur hjá Landgræsðlu ríkisins í Gunnarsholti. Saman eigum við Pálínu, sem er í framhaldsnámi í sálfræði við Hí og Jón Karl. Hann stundar nám í læknisfræði við Hí. Kærasta Jóns Karls er Móey Pála Rúnarsdóttir. Hún stundar nám í uppeldis og kennslufræðum við HÍ.

Móey Pála, Jón Karl, Pálína, Sigþrúður og Axel. Mynd Rut

Þegar 57 ár eru senn að baki hefur víða verið komið við.

Ég lauk bókhluta fyrir A próf einkaflugmanns.
Ég kláraði grunnnám í flugumferðarstjórn hjá Flugmálstjórn Íslands
Diplómanám í sálgæslufræðum við Endurmenntun HÍ 2014

Ég vígður 12. maí 1991 í Dómkirkjunni í Reykjavík til prestsþjónustu í Stóra-Núpsprestakalli í Árnesprófastsdæmi (og er í næsta nágrenni við Skálholtsstað).

skírnarvottar Jóns Karls, frá vinstri Jón Axelsson, Árdís Jónsdóttir, Kristín Markúsdóttir, Karl Sigurbjörnsson

Árið 2010 varð ég héraðsprestur Suðurprófastsdæmis og Stóra-Núpsprestkall sett undir Hrunaprestakall og sr. Eirík Jóhannsson.
Sem hérðasprestur hef ég verið settur til að þjóna og reynt að byggja það embætti upp en að mestu þjónað í leyfum presta á þessum árum sem hafa liðið. Ég var í Oddapreskalli 9 mánuði, Mosfellsprestakalli eitt ár, Selfossprestakalli í þrjú ár, Hveragerðisprestakalli í sjö mánuði og að hluta til í sjálfu Skálholtsprestakalli með sr. Jóhönnu Magnúsdóttur, ásamt skyldum héraðsprests.
Ég hef einnig sendur til styttri tíma til Vestmannaeyja og Hafnar í Hornarfirði.

Samhliða persembætti hef ég rekið smá fyrirtæki sem heitir Ábótinn ehf. sem veitir internetþjónstu á Suðurlandi síðan 2001 og bætti þá úr brýnni þörf.
Internetsverkefnum hef ég sinnt frá 1995 og ég stofnaði kirkjan.is árið 1996 og reyndi að sinna því verkefni til 2001. Og að ógleymdum gagnagrunninum Kapellán, sem margir presta hafa notað til skráningu verka og geymir sóknartal og þjóðskrá.

Ég var í stjórn Prestafélags Suðurlands um nokkurt skeið, ritari þess og formaður um tíma.

Önnur störf:
Afgreiðslumaður á varahlutalager Flugleiða hf í Reykjavík 1976-1984.
Sundþjálfari hjá K.R. 1978-1987.
Sundlaugarvörður í Sundlaug Vesturbæjar 1985-1986.
Starfsmaður hjá Flugmálastjórn Íslands frá mars 1987 til júlí 1989 og nemi í flugumferðarstjórnar í flugturni á Keflavíkurflugvelli. Lauk munnlegu og skriflegu prófi fyrir flugturnsþjónustu á Keflavíkurflugvelli.
Borgarspítalanum (Arnarholti) sumarið 1990.
Kennari við Grunnskóla Gnúpverja 1991-1992.
Framkvæmdarstjóri Ábótans ehf. frá 1992.
Smíðaði gagnagrunninn Kapellánn.
Stofnaði til www.kirkjan.is árið 1996 og sá um til ársins 2000.
Kom á fót ljósleiðaratengingu við prestssetrið Tröð árið 2001 og hef rekið fjarskiptafyrirtæki á Suðurlandi síðan þá.
Kom mikið við sögu í tölvuvæðingu, netvæðingu og gagnagrunnsnotkun presta.

Félags- og trúnaðarstörf.
Í stjórn (meðstjórnandi, ritari og varaformaður) Sunddeildar K.R. 1976-1987.
Í stjórn Prestafélags Suðurlands frá 1992 og í nokkur ár.
Formaður stjórnar Heilsugæslustöðvarinnar í Laugarási frá 1994 og í nokkur ár.
Ritari nefndar Hagstofu Íslands um tölvunotkun við skil presta á skýrslum til Hagstofunnar frá 1994. Nefndin lauk ekki störfum

Ritstörf: Tölvubiskup fyrir austan (Á upplýsingahraðbrautinni, Lindin 1995)

Heiðursmerki: Bronsmerki K.R. 1992.