Nokkur myndbönd

Ég hef sett undir síðufótinn Myndbönd- þarna á svörtu röndinni- nokkrar klippur frá kynningarfundum þeim sem haldnir hafa verið. Þessi myndbönd eru líka að finna á youtube.com undir axel njarðvík. Enn fremur eru þau að finna á facebook síðunni Axel Á. Njarðvík.

Birt í Vígslubiskupskjör | Færðu inn athugasemd

Bréfið sem sent var til þeirra sem máttu tilnefna

Skömmu áður en tímabil tilnefningar til kjörs vígslubiskups í Skálholti hófst, þá ritaði ég þetta bréf og sendi til flestra. Hér er texti bréfsins 
og sem pdf skjal:  Tilnefning Axels Árnasonar Njarðvík

—-

 

Birt í Vígslubiskupskjör | Slökkt á athugasemdum við Bréfið sem sent var til þeirra sem máttu tilnefna

Fyrsta myndbandið

Fyrsta  myndbandið birtist á FaceBooksíðu Vestfjarðarprófastsdæmis og einnig á FB  minni og hér
 

Birt í Vígslubiskupskjör | Færðu inn athugasemd

Hverjir fá að kjósa

Við kjör víglusbiskups (og biskup) kjósa prestar, djáknar og kjörnefndarmenn prestakalla í stiftinu (sjá nánar starfsreglur þar um). Í tilfelli Skálholts þá eru það 975 manns. Vandinn er hins vegar sá að ekki látinn í té listi þar um. Þeir sem eru í kjöri hafa því engar beinar leiðir að þessu fólki. 

Póstkosning fer af stað 28. september 2017 og henni lýkur 9. október 2017. Væntanlega verður síðan talið 13. otkóber. Ef atkvæðin falla þannig að enginn fær 50% atkvæða þá þarf að kjósa milli þeirra tveggja sem efstir eru. En við erum þrír í þetta skiptið sem þarf að kjósa um. 

Ef þú vilt komast á póstlista minn, þá bið ég þig að skrá þig hér.
Eins bið ég þig að gerast vinur minn á Facebook sem þú getir auðveldað þér valið.

Birt í Vígslubiskupskjör | Færðu inn athugasemd

Mig langar en aðrir ráða

Ég sagði frá því í fáum orðum á fundi presta í Suðurprófastsdæmi 1. febrúar 2017 að ég gæfi kost á mér til kjörs um að verða nýr vígslubiskup í Skálholti. 
Enn er óljóst eftir hvaða reglum kjörið fer fram. En tíminn er ekki langur og því rétt að láta fólk vita sem gæti tilnefnt og einnig þau öll sem kjósa. Guð láti vitja á gott.

Birt í Vígslubiskupskjör | Færðu inn athugasemd